Dönsk hjón misþyrmdu 9 börnum sínum

Dönsk hjón hafa verið ákærð fyrir að misþyrma 9 börnum sínum. Danskir fjölmiðlar hafa eftir sérfræðingum, að málið sé einstakt í Danmörku vegna þeirrar grimmdar, sem foreldrarnir sýndu. 

Foreldrarnir eru meðal annars ákærðir fyrir að neyða elstu dóttur sína til að grafa eigin gröf og fyrir að láta hana hafa samræði við hest. Hann er einnig ákærður fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni.

Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa hellt brennheitri tómatsósu upp í eitt barnanna, sparkað í þau með járnbentum skóm og látið þau dvelja í eigin úrgangi og dýraskít.  

Fjölskyldan bjó í smábænum Serritslev á Norður-Jótlandi. Málið verður tekið fyrir í rétti í Hjørring í apríllok.

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka