Hrósa sigri yfir Japönum

Liðsmenn Sea Shepherd sigla nálægt japönskum hvalveiðibáti.
Liðsmenn Sea Shepherd sigla nálægt japönskum hvalveiðibáti. Reuters

Paul Wat­son, stofn­andi Sea Shepherd sam­tak­anna seg­ir að sú ákvörðun Jap­ana að yf­ir­gefa hvalamiðin við Suður­skautslandið séu „frá­bær­ar frétt­ir“. Und­an­far­in sjö ár hafa sam­tök­in elt Jap­ana á veiðum þeirra á þess­um slóðum.

Wat­son seg­ir, að hygg­ist Jap­an­ar fara aft­ur á þess­ar slóðir til hval­veiða, muni sam­tök­in gera allt til að stöðva veiðarn­ar.

 „Við verðum áfram hér á miðunum og elt­um japönsku hval­veiðiskip­in út af svæðinu, “sagði Wat­son í sam­tali við AFP frétta­stof­una. „Ég treysti þeim ekki, en mun þó taka mark á orðum þeirra. Við skilj­um ekki við þá, fyrr en en þau eru kom­in út af hval­veiðimiðunum.“

Nokk­ur átök hafa verið á milli Sea Shepherd og japönsku hval­veiðiskip­anna. Sam­tök­in hafa varpað fýlu­bomb­um á skip­in, sem hafa svarað með því að sprauta vatni á skip um­hverf­is­sam­tak­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert