Straumurinn liggur í norður

Goðafoss á strandstað í morgun.
Goðafoss á strandstað í morgun. Reuters

„Það eru nokkr­ar þyrl­ur í loft­inu að kanna aðstæður. Straum­ur­inn ligg­ur í norður og það er því út­lit fyr­ir að olí­an ber­ist með þeirri átt,“ seg­ir Nina Jen­sen, sjáv­ar­lífræðing­ur og fag­stjóri hjá Nor­egs­deild alþjóðlegu um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna WWF. Hún var við strandstað Goðafoss fyr­ir stundu.

Jen­sen gaf mbl.is kost á stuttu viðtali þar sem hún var  að kynna sér svæðið en hún seg­ir viðkvæm kór­alrif og ein­stak­ar fugla­teg­und­ir í ná­grenni strandsvæðis­ins í Óslóf­irði. 

„Þetta er mjög al­var­legt mál. Ég hef mikl­ar áhyggj­ur. Þetta sýn­ir að slys geta orðið hvenær sem er, jafn­vel þegar aðstæður eru góðar. Nú er varla gára á haf­inu og því mætti ætla að hægt væri að hreinsa upp alla ol­í­una. Við höf­um hins veg­ar horft fram á ol­í­una leka úr skip­inu. Þá ber að nefna að þetta er aðeins flutn­inga­skip. Risa­vax­in ol­íu­skip fara um svæðið á næst­um því hverj­um degi. Ef ol­íu­skip lenti í árekstri kæmi upp staða sem við mynd­um alls ekki ráða við.“

Aðspurð hvort hún sé bjart­sýn um að tak­ast muni að hreinsa upp alla ol­í­una seg­ir Jen­sen að á þess­ari stundu sé út­litið ekki gott. Olí­an hafi þegar lekið langt út í fjörðinn. Hún bindi von­ir við að tak­ast muni að hefta frek­ari leka frá Goðafossi og að sú olía sem náð hafi til ná­lægra eyja sé í óveru­legu magni.

„Sam­kvæmt heim­ild­um okk­ar hafa 375.000 lítr­ar af olíu lekið í hafið. Olí­an hef­ur þegar borist til eyj­ar­inn­ar Aker en þar er að finna mikið fugla­líf, þar með talið teg­und­ir sem eru í út­rým­ing­ar­hættu. Við höf­um áhyggj­ur af því að olí­an kunni að ber­ast lengra í norður og ná til annarra vernd­ar­svæða,“ seg­ir Jen­sen.

Mynd­band af strandstað

Nina Jensen
Nina Jen­sen
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka