Sjóræningjar undirbúa lausnargjaldskröfu

Reuters

Talið er að sómalskir sjóræningjar sem rændu snekkju sem með Bandaríkjamönnum um borð hafi flutt hana til hafnar í bækistöðvum sínum í Hobyo, um 500 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Mogadishu, til þess að semja um lausnargjald.

Talið er að snekkjan hafi verið á leið frá Indlandi til Óman þegar henni var rænt.

Fram kemur á vef BBC, að snekkjan sé í eigu bandarískra hjóna, Jean og Scott Adams, sem hafa verið á siglingu umhverfis jörðina frá árinu 2002.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert