Skotið á útfarargesti

Hermenn skutu á fólk, sem fylgdu manni til grafar í næststærstu borg Líbýu í dag. AP fréttastofan hefur þetta eftir starfsmanni á sjúkrahúsi í borginni. Að minnsta kosti 15 manns létu lífið og tugir særðust.

Sá sem var borinn til grafar lét lífið í gær þegar skotið var á mótmælendur, sem kröfðust þess að Múammar Gaddafi, leiðtogi landsins, léti af völdum.  

Stjórnvöld hafa brugðist hart við mótmælaaðgerðum í landinu, minnug þess, að leiðtogar nágrannaríkjanna Túnis og Egyptalands hrökkluðust frá völdum eftir víðtækar mótmælaaðgerðir.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu í morgun, að 84 hið minnsta hefðu látið lífið frá því mótmælaaðgerðir hófust í Líbýu um miðja vikuna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert