Aðrir gætu fengið hugmyndir

Icesave.
Icesave.

„Himininn hrundi ekki yfir Íslendinga þegar þeir neituðu að greiða fyrir mistök bankamanna sinna. Ef þeir gera það aftur gætu aðrir farið að fá hugmyndir.“ Á þessu orðum lýkur leiðara Financial Times, Lex, þar sem fjallað er um ákvörðun forseta Íslands að synja lögum um ríkisábyrgð á Icesave-greiðslum staðfestingar.

Það sjónarmið hefur áður komið fram í nafnlausum leiðurum blaðsins, en einnig í skrifum nafngreindra blaðamanna, að þeir sem haldi því fram að Íslendingum beri ekki að borga hafi nokkuð til síns máls.

Í leiðaranum í dag er því haldið fram að íslensk stjórnvöld hætta á að kalla yfir sig reiði alþjóðasamfélagsins verði lögunum hafnað aftur. Breskir og hollenskir stjórnmálamenn vilji ekki láta skattgreiðendur sína standa eina undir kostnaðinum sem af hruni Landsbankans hlaust. Því síður vilji eftirlitsaðilar að til verði fordæmi fyrir því að lánardrottnar tapi peningum.

Því er bætt við að Íslendingar gætu hæglega samþykkt þann samning sem nú liggur fyrir, vaxtakjör séu betri og kjósendur séu í auknum mæli að komast á þá skoðun að lausn málsins sé mikilvægur þáttur í endurreisn efnahagslífsins. „Á hinn bóginn hafði höfnunin í fyrra ekki alvarlegar afleiðingar. Skuldatryggingarálagið á skuldbindingar íslenska ríkisins hefur lækkað um 300 punkta frá því fyrir ári síðan.“

Leiðarinn í heild sinni (áskriftar þörf)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert