Afsalar sér doktorsgráðu

Karl-Theodor zu Guttenberg.
Karl-Theodor zu Guttenberg. Reuters

Karl-Theodor zu Gutten­berg, varn­ar­málaráðherra Þýska­lands, lýsti því yfir í kvöld að hann hefði af­salað sér doktors­nafn­bót, sem hann hlaut árið 2007. Ásak­an­ir hafa komið fram um að stór hluti doktors­rit­gerðar hans sé feng­inn úr öðrum rit­um án þess að heim­ilda sé getið.

Gutten­berg viður­kenndi í ræðu, sem hann flutti í Kelk­heim, ná­lægt Frankfurt, í kvöld, að hann hefði gert al­var­leg mis­tök.

Gutten­berg, sem er 39 ára, hef­ur verið vin­sæl­asti þýski ráðherr­ann en kröf­ur hafa nú komið fram um að hann segi af sér. 

Ásak­an­ir um ritstuld komu fyrst fram í síðustu viku og þá sagðist Gutten­berg ekki ætla að nota titil­inn „tíma­bundið" á meðan málið væri rann­sakað.  Gutten­berg skilaði rit­gerðinni, sem er 475 blaðsíður og fjall­ar um þróun stjórn­ar­skráa Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins, árið 2007 og há­skól­inn í Beyr­euth samþykkti hana. Skól­inn er nú að rann­saka málið.

Þýska tíma­ritið Der Spieg­el sagði, að Gutten­berg hefði í að minnsta kosti 62 til­fell­um notað texta úr blaðagrein­um eða rit­gerðum án þess að geta heim­ilda. Su­eddeutsche Zeit­ung sagði, að aðstoðar­menn Gutten­bergs á þýska þing­inu hefðu aðstoðað hann við rit­gerðarsmíðina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert