Bretar íhuga að flýta klukkunni

Stóri Ben í Lundúnum veit hvað klukka slær.
Stóri Ben í Lundúnum veit hvað klukka slær. Reuters

Bresk stjórnvöld íhuga að flýta klukkunni alfarið um eina klukkustund þannig að hún slái í takt við flestar klukkur á meginlandi Evrópu. Menn sjá fram á þetta muni hafa jákvæð áhrif á ferðamannaþjónustu. Kvöldin verði bjartari en morgnarnir myrkari.

Ráðamenn ferðmála í Bretlandi og baráttumenn fyrir bættu öryggi hafa lýst yfir stuðningi við þessa breytingu, Sem þýðir að sami tími yrði í Bretlandi og í Mið-Evrópu. Þ.e. miðtími Greenwich að viðbættri einni klukkustund. Ísland er allan ársins hring miðtíma Greenwich.

Breska ríkisútvarpið segir að ráðherrar í ríkisstjórn landsins vilji að sátt ríki á meðal almennings um þessa breytingu ætli menn sér að stíga þetta skref.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því á síðast ári að hann væri fylgjandi þessari breytingu. 

Ráðamenn ferðamála halda því fram að erlendum ferðamönnum muni fjölga nái breytingin í gegn og þetta muni skila sér í miklum tekjum.

Skotar hafa hins vegar lýst yfir áhyggjum af því að breytingin muni leiða til fleiri umferðarslysa á morgnana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert