Gaddafi flutti 22 sekúndna ávarp

Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, sást í ríkissjónvarpi landsins í 22 sekúndur í gærkvöld og sagðist vilja sýna, að hann væri ekki farinn til Venesúela eða annarra landa.

„Hlustið ekki á sjónvarpsstöðvarnar sem eru í eigu flækingshunda," sagði Gaddafi þar sem hann hallaði sér út úr bíl og hélt á regnhlíf.  Svo virðist sem myndin hafi verið tekin utan við heimili Gaddafis.

„Ég ætlaði að tala við unga fólkið á Græna torginu og vera lengi á fótum með þeim en svo fór að rigna. Guði sé laun fyrir það," sagð Gaddafi. 

Starfsfólk sendiráðs Líbíu í Malasíu sagðist ekki lengur styðja Gaddafi og fordæmdi blóðbaðið í landinu. Sendi starfsfólkið frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmd eru villimannslegar og glæpsamlegar blóðsúthellingar og útrýming saklausra vopnaðra borgara sem séu í friðsömim mótmælum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka