Moammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, mun ávarpa þjóðina í dag að sögn ríkissjónvarps landsins. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvenær hann muni ávarpa landsmenn.
Gaddafi, sem hefur haldið utan um stjórnartaumana í landinu í fjóra áratugi, hefur ekki sent frá sér neinar formlegar yfirlýsingar frá því mótmælin brutust út í landinu fyrir um viku.
Í nótt rauf hann þó þögnina til að kveða í kútinn orðróm um að hann hefði flúið til Venesúela. Hann sagðist vera í Trípolí, höfuðborg Líbíu. Hann tjáði sig ekki frekar í samtali við ríkissjónvarpið.