Bitinn af eigin hundum

Rottweiler hundur. Mynd úr myndasafni.
Rottweiler hundur. Mynd úr myndasafni. Wikimedia

Hreyfihamlaður danskur karlmaður, sem féll úr hjólastól á heimili sínu í bænum Skibby á Norður-Sjálandi, var bitinn í andlit og eyru af tveimur Rottweiler hundum sínum.

Frá þessu segir á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende.

Hundarnir bitu manninn ítrekað í andlitið og bitu annað eyra hans af. Talsmaður lögreglunnar sagði að hundarnir hefðu orðið svo örvinglaðir við fall mannsins, að þeir hefðu viljað aðstoða hann með þessum hætti.

Nágranni mannsins varð var við að ekki var allt með felldu og hringdi eftir aðstoð. Maðurinn er nú  undir læknishendi og fær áfallameðferð.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert