Fundist hafa neðanjarðarfangelsi nærri hafnarborginni Benghazi í Líbíu. Samtök ungra Líbíumanna, sem berjast gegn stjórn Múammars Gaddafis, fullyrða að í þeim hafi dvalið pólitískir fangar sem ekki hafi séð dagsljósið árum saman.
Fréttir sama efnis hafa einnig borist frá fólki sem hefur farið yfir landamærin frá Egyptalandi. Vitni segja að þeir hafi séð „hræðilega hluti“ m.a. leynileg fangelsi sem séu neðanjarðar. Fangarnir sem fundust í fangelsunum voru á lífi.