Obama ávarpar vegna Líbíu

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi að nýju ofbeldi gegn mótmælendum í Líbíu í dag. Hún sagði að stjórn Muammars Gaddafis verði dregin til ábyrgðar. Þá hefur Barack Obama, Bandaríkjaforseti, boðað sjónvarpsávarp vegna ástandsins í Líbíu laust eftir klukkan tíu í kvöld.

Clinton sagði í ávarpi í dag að Bandaríkin muni ásamt öðrum ríkjum senda skýr skilaboð um að ofbeldi í Líbíu sé óásættanlegt og ábyrgðin sé á herðum stjórnar Gaddafis. Verði sé að skoða ýmiss úrræði og möguleika til að þrýsta á Gaddafi, s.s. viðskiptahindranir.

Í dag hvatti Evrópusambandið stjórnvöld í Líbíu til að tryggja öryggi erlenda ríkisborgara í Líbíu og auðvelda þeim að komast úr landinu. ESB miðar að því að koma um tíu þúsund Evrópubúum úr Líbíu í dag og næstu daga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert