Steig á pinnahæl í gegnum auga

Myndin er úr myndasafni.
Myndin er úr myndasafni. Reuters

Nítján ára gömul stúlka var í fyrradag dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir rétti í Glostrup í Danmörku  fyrir að hafa stigið á höfuð jafnöldru sinnar með þeim afleiðingum að skóhællinn gekk inn í augað og í heilann.

Frá þessu segir á vef danska dagblaðsins Politiken.

Þar segir að þetta hafi gerst á kaffihúsi í bænum Hvidovre á síðasta ári. Hin dæmda segir að um óhapp hafi verið að ræða, en vitni segja hana hafa gert þetta viljandi. Þær munu hafa átt í erjum sem vörðuðu karlmann og enduðu í slagsmálum.

Fórnarlambið datt á gólfið og þá steig sú sem dæmd var á augað á henni, íklædd skóm með átta sentimetra pinnahælum.

Er lögregla kom á staðinn var konan enn með hælinn í auganu. Hún hélt sjóninni, en þjáist af sjóntruflunum og verkjum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert