Stuðningsmenn Gaddafis fylkja liði

Moamer Gaddafi, forseti Líbíu hvetur stuðningsmenn sína til að sýna …
Moamer Gaddafi, forseti Líbíu hvetur stuðningsmenn sína til að sýna mótmælendum harðræði. Reuters

Stræti og torg Tripoli, höfuðborgar Líbíu eru að mestu mannlaus. Verslanir eru lokaðar í dag, en stuðningsmenn Moamer Gaddafi. forseta landsins safnast nú saman á fundi til stuðnings forsetanum.

Fundurinn er haldinn í kjölfar hvatningar Gaddafis um að landsmenn. lögregla og her myndu hjálpast að við að kveða niður mótmælin í landinu.

Hann hvatti ennfremur stuðningsmenn sína til að fylkja liði í dag og „fanga rotturnar“, eins og hann kallar mótmælendur. „Yfirgefið heimili ykkar og ráðist á þá; hvar sem þeir eru,“ sagði Gaddafi í gær.

Stuðningsmennirnir safnast saman á Græna torginu svokallaða sem er í miðborg Tripoli.

Örfáir lögreglubílar eru á svæðinu, en lögregla og óbreyttir borgarar eru staðsettir á torginu, vopnaðir  rifflum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert