„Bin Laden er óvinurinn“

00:00
00:00

Muamm­ar Gaddafi Líb­íu­leiðtogi seg­ir að Osama Bin Laden, leiðtogi hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda, og stuðnings­menn hans beri ábyrgð á mót­mæl­un­um og upp­reisn­inni í Líb­íu. Þetta sagði Gaddafi í sam­tali við  rík­is­sjón­varp lands­ins.

„Bin Laden [...] það er óvin­ur­inn sem er að ráðskast með fólkið. Ekki láta Bin Laden hafa áhrif á ykk­ur,“ sagði Gaddafi. 

Gaddafi, sem er nú stadd­ur í bæn­um al-Zawiya, sagði í símaviðtali að verið væri að gefa ungu fólki áfengi og eit­ur­lyf og fá þau til að taka þátt í skemmd­ar­starf­semi.

Gaddafi reyn­ir nú að halda yf­ir­ráðum yfir höfuðborg­inni Trípolí og öðrum borg­um í vest­ur­hluta lands­ins. Mót­mæl­end­ur hafa náð yf­ir­ráðu yfir mörg­um borg­um í Aust­ur-Líb­íu.

„Það ligg­ur í aug­um uppi að al-Qa­eda stýr­ir þess­um aðgerðum. Þessi vopnuðu ung­menni, börn­in okk­ar, eru hvött áfram af fólki sem Banda­rík­in og hinn vest­ræni heim­ur vill hand­taka,“ sagði Gaddafi enn­frem­ur.

Frá borginni Benghazi í austurhluta Líbíu í dag.
Frá borg­inni Beng­hazi í aust­ur­hluta Líb­íu í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert