Stjórnvöld á Möltu neituðu í gærkvöldi flugvél frá Líbíu um lendingarleyfi. Talið er víst, að Aicha Gaddafi, 34 ára gömul dóttir Múammars Gaddafis, leiðtoga Líbíu, hafi verið í flugvélinni.
Að sögn breskra flugvéla hringsólaði flugvél með 14 manns innanborðs, yfir Möltu í 45 mínútur í gærkvöldi á meðan flugmenn vélarinnar reyndu að fá lendingarleyfi. Á endanum höfnuðu stjórnvöld á Möltu því og vélin hélt því til baka til Líbíu.
Múammar Gaddafi á níu börn. Aicha er menntaður lögmaður og tók m.a. þátt í að verja Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, eftir að hann var handtekinn árið 2003.