Grunaður um að ætla að fremja hryðjuverk

Maðurinn er grunaður um að hafa ætlað að drepa George …
Maðurinn er grunaður um að hafa ætlað að drepa George W. Bush. Reuters

Tvítugur maður frá Sádi-Arabíu, búsettur í Texas í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann ætlaði að búa til gereyðingarvopn.

Khalid Ali-M Aldawsari var handtekinn í gær, en hann er grunaður um að hafa ætlað að sprengja tiltekin skotmörk, m.a. heimili George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Dallas. Aldawsari mun koma fyrir dómara á morgun.

Lögregla fékk ábendingu um að maðurinn væri hættulegur eftir að hann pantaði hættuleg efni. Saksóknari segir að hann hafi falið sprengjur í dúkkum og í bakpoka.

Aldawsari hefur dvalið í Bandaríkjunum í tvö ár sem námsmaður. Hann mun hafa gefið þá skýringu að hann hafi pantað þessi tilteknu efni vegna þess að hann væri að vinna að efnafræðitilraunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert