Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, sagði í útvarpsviðtali í dag, að hann sæi ekki ástæðu til að segja af sér þó að hann hefði verið lengi við völd. Hann benti á að Elísabet Englandsdrottning, hefði verið lengur við völd en hann.
Það var líbísk útvarpsstöð sem talaði við Gaddafi í um 30 mínútur. Fátt nýtt kom fram í viðtalinu. Hann ítrekaði sumt af því sem hann sagði í sjónvarpsávarpi á þriðjudaginn. Hann hvatti Líbíumenn til að styðja ekki uppreisnarmenn og sagði að stöðugleiki ætti að komast á í landinu.
Gaddafi fordæmdi framkomu ungs fólks og sagði að foreldrar þeirra ættu að koma út af heimilum sínum og reyna að koma vitinu fyrir syni sína.