Flóttamenn streyma frá Líbíu

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. Reuters

Um 22 þúsund manns hafa flúið frá Líbíu til Túnis og um 15 þúsund hafa flúið til Egyptalands frá því að mótmæli hófust í landinu. Þetta sagði Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna í ræðu sem hann hélt hjá samtökunum í kvöld.

Ban Ki-moon sagði að flóttamannavandinn væri stigvaxandi vandamál og bregðast yrði við honum.

Ban Ki-moon sagði að stöðva yrði ofbeldi gegn óbreyttum borgurum í Líbíu og draga yrði þá til ábyrgðar sem ráðist hefðu gegn borgurum í landinu. Hann sagði engan vafa leika á að mannréttindabrot hefðu verið fram í Líbíu.

Abdurrahman Mohamed Shalgham, sendiherra Líbíu, hjá Sameinuðu þjóðunum flutti ræðu hjá samtökunum þar sem hann sagði að stöðva yrði blóðbaðið í Líbíu.

Eftir að Shalgham hafði lokið ræðu sinni tók Ban Ki-moon utan um sendiherrann sem gekk grátandi á braut. Sendiherrann hefur eins og fleiri embættismenn í Líbíu sagt skilið við Gaddafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert