Forstjóri Iceland hyggst glíma við Everest

Everest-fjall.
Everest-fjall. Reuters

Malcolm Wal­ker, for­stjóri bresku mat­vöru­keðjunn­ar Ice­land Foods, hyggst ganga á tind Ev­erest, hæsta fjalls í heimi, ásamt syni sín­um, Rich­ard Wal­ker.

Feðgarn­ir hyggj­ast með þessu safna einni millj­ón punda fyr­ir góðgerðarsam­tök Alzheimer Rese­arch UK.

Dav­id Hemp­l­em­an-Adams mun stjórna leiðangr­in­um, en hann er þaul­reynd­ur fjallagarp­ur. Lagt verður í hann 28. mars nk.

Wal­ker seg­ist hafa fengið þessa flugu í höfuðið eft­ir að hann flaug með þyrlu á Norður­pól­inn, ásamt Adams, í fyrra.

„Við fór­um að ræða um Ev­erest. Þetta er lík­lega ein mesta áskor­un sem til er á jörðinni. Marg­ir hafa reynt að kom­ast á tind­inn en hafa beðið bana. Og ég áttaði mig á því að ég yrði að láta slag standa.“

Malcolm Walker.
Malcolm Wal­ker. mbl.is/​Eyþór
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert