„Líbíska þjóðin elskar mig“

Muammar Gaddafi ávarpar stuðningsmenn sína í dag.
Muammar Gaddafi ávarpar stuðningsmenn sína í dag. Reuters

Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, segist munu brenna landið ef fólk hans snýst gegn honum. Hann er vel undirbúinn fyrir frekara blóðbað og brýnir fyrir stuðningsmönnum sínum að vera „tilbúnir til að verja Líbíu.“

Gaddafi ávarpaði stuðningsmenn sína á Græna-torginu í miðborg Trípólí í dag. Er þetta í fjórða sinn sem hann ávarpar landa sína opinberlega eftir að óeirðirnar brutust út þar í landi. Í ræðu sinni í dag sagði Gaddafi meðal annars: „Haldið áfram að dansa, haldið áfram að syngja,“ og bætti við “Líbíska þjóðin elskar mig.“

Mörg þúsund manns hafa fallið í átökunum í Líbíu og er búist við að enn fleiri eigi eftir að láta lífið á næstu dögum. Þessu greindi sendiherra Sameinuðu Þjóðanna í Líbíu frá í dag. Samkvæmt staðfestum tölum frá Líbíu hafa nokkur hundruð manns fallið í átökunum þar í landi. Leiðtogar vestrænna þjóða vilja að gripið verði til alþjóðlegra aðgerða til að steypa Gaddafi af stóli og binda enda á blóðbaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert