Stjórnvöld í Kanada hafa heitið að setja af stað rannsókn eftir að embættismenn hafa viðurkennt að eiturefnið Agent Orange hafi verið notað á sjöunda áratugnum til að útrýma kjarrgróðri meðfram vegum. Bandaríski herinn notaði þetta sama eiturefni í Víetnamstríðinu.
Dagblaðið Toronto Star sagði frá þessu máli. Kathleen Wynne samgöngumálaráðherra Kanada hefur lofað að málið verði rannsakað. Hún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mikið hafi verið notað af efninu.
Bandaríski herinn notaði Agent Orange í Víetnamstríðinu í þeim tilgangi að eyða skógum þar sem N-Kóreumenn leyndust. Með því að eyða skógunum taldi herinn að auðveldara yrði að eiga við andstæðinga sína.
Efnið er hættulegt heilsu manna og er talið auka líkur á krabbameini og fleiri sjúkdómum.