Nýjar upplýsingar um kjarnorkuáætlun Írans

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans. Reuters

Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að þeir hafi fengið nýjar upplýsingar um að kjarnorkuáætlun Írans sem bendi til að hún sé mögulega af hernaðarlegum toga.

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin segir að upplýsingarnar veki nýjar spurningar um kjarnorkuáætlun Írans. Stofnunin skorar á stjórnvöld í Tehran að eiga samvinnu við starfsmenn hennar, en það hafa þau ekki gert síðan árið 2008. Stjórnvöld í Íran hafa alltaf haldið því fram að þau noti kjarnorku aðeins í friðsamlegum tilgangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert