„Ég hef bent á morðingjann"

Mona Salin, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, leggur blómsveig á gröf Olofs …
Mona Salin, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, leggur blómsveig á gröf Olofs Palme í dag. Reutes

Lisbet Palme, ekkja Olofs Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, segist vita vel hver myrti eiginmann sinn fyrir réttum 25 árum. Maðurinn sem hún sá á Sveavägen í Stokkhólmi var Christer Pettersson.

„Ég hef bent á morðingjann," sagði Lisbet Palme í löngu viðtali í sænska útvarpinu í dag. 

Christer Pettersson, drykkjumaður og góðkunningi lögreglunnar,  var handtekinn árið 1988, grunaður um glæpinn, eftir að Lisbet Palme hafði bent á hann í sakbendingu. Hann var dæmdur fyrir morðið í undirrétti en eftir áfrýjun sýknaði hæstiréttur hann.

Rök dómsins voru einkum þríþætt. Í fyrsta lagi var morðvopnið ófundið; í annan stað hafði hann enga augljósa ástæðu til að fremja glæpinn og í þriðja lagi þótti réttinum vitnisburður frú Palme ekki nógu áreiðanlegur. 

Petterson lá áfram undir grun en ekki var hægt að höfða annað mál á hendur honum nema nýjar upplýsingar kæmu fram. Frekari upplýsingar koma heldur ekki frá honum úr þessu því Petterson lést haustið 2004 af völdum heilablæðingar eftir slys. Fjöldi vitna hefur borið að Petterson hafi gengist við morðinu.    

Í viðtalinu var Lisbet Palme, sem er 79 ára, spurð hvað henni þætti um að morðið væri enn óupplýst og hvort það varpi skugga á minningu eiginmanns hennar. Hún svaraði því játandi. „En það er ekki mín... Ég meina, ég hef borið kennsl á morðingjann."  

Minnismerki á gagnstéttinni á Sveavägen þar sem Palme var myrtur.
Minnismerki á gagnstéttinni á Sveavägen þar sem Palme var myrtur. Reuters
Olof Palme.
Olof Palme.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert