Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir Múammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, vera haldinn ranghugmyndum en hann sagði líbísku þjóðina elska sig í viðtali við vestrænar sjónvarpsstöðvar í dag.
Hún segir Gaddafi spjalla og hlæja á sama tíma og hann slátrar þjóð sinni. „Þetta undirstrikar einungis það hversu óhæfur leiðtogi hann er og hversu ótengdur hann er raunveruleikanum.“
Stjórnvöld á Vesturlöndum íhuga nú hvernig
hægt sé að stöðva blóðbaðið í landinu.