„Getum ekki lifað án Gaddafis“

Stuðningsmenn Muammars Gaddafis í borginni Trípóli í Líbíu sjá forsetann  í rósrauðum bjarma og gera allt sem þeir geta til að styrkja stöðu hans, en það verður sífellt erfiðara.

Stuðningsmennirnir hafa safnast saman í útjaðri bæjarins Zawiyah, en bærinn féll í hendur uppreisnarmanna um helgina.

„Við getum ekki lifað án Gaddafis,“ segja stuðningsmennirnir og staðhæfa að allt sé í besta lagi í landinu og að mótmælin hafi haft lítil áhrif á lifnaðarhætti í landinu.

Skýrsla frá Alþjóðamatvælastofnuninni segir þó aðra sögu, en skortur er á matvælum, eldsneyti og lyfjum í landinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert