Kínverjar ríflega 1,3 milljarður

Stórborgin Chongqing í Kína. Mynd úr myndasafni.
Stórborgin Chongqing í Kína. Mynd úr myndasafni.

Kínverjum fjölgaði um 6,3 milljón á síðasta ári og voru 1,341 milljarður í lok ársins 2010. Aukningin samsvarar til íbúafjölda borgarinnar Rio de Janeiro í Brasilíu.

Þessar upplýsingar komu frá hagstofu Kína, en tekið er fram að endanlegar tölur muni liggja fyrir í apríl, en þá liggja fyrir niðurstöður úr manntali, því fyrsta sem hefur verið gert frá árinu 2000. Þá voru Kínverjar 1,295 milljarðar.

Kínversk yfirvöld staðhæfa að „reglan um eitt barn á fjölskyldu“ hafi komið í veg fyrir 400 milljónir fæðinga frá því að reglan var sett árið 1980.

Þegar fyrsta manntalið var gert í Kína árið  1953 voru landsmenn 594 milljónir, en það er minna en helmingurinn af því sem nú er.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert