Guttenberg segir af sér

Karl-Theodor zu Guttenberg sagði af sér sem varnarmálaráðherra í dag.
Karl-Theodor zu Guttenberg sagði af sér sem varnarmálaráðherra í dag. Reuters

Karl-Theodor zu Guttenberg, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um að stór hluti doktorsritgerðar hans hefði verið fenginn úr öðrum ritum án þess að heimilda hefði verið getið.

Guttenberg, sem er 39 ára gamall, hefur notið mikilla vinsælda og töldu margir líklegt að hann myndi bjóða sig fram til að gegna embætti Þýskalandskanslara. Nýverið afsalaði hann sér doktorsnafnbótinni, sem hann hlaut árið 2007.

Ráðherrann greindi frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi í dag. Hann mun láta af öllum pólitískum embættum.

Rúmlega 20.000 þýskir fræðimenn sendu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bréf í gær þar sem þeir furðuðu sig á því að Guttenberg væri enn ráðherra.

Merkel stóð við bakið á Guttenberg enda kosningar í þremur ríkjum framundan í þessum mánuði.

„Ég vil þakka kanslaranum fyrir hennar stuðning en styrkur minn er takmörkunum háður,“ sagði hann við blaðamenn í Berlín í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert