Ný fjöldagröf finnst í Mexíkó

Hermenn í Mexíkó fundu í gær nýja fjöldagröf þar sem að minnsta kosti 17 lík liggja. Gröfin fannst í landamærabænum San Miguel Totolapan, þar sem blóðugt ofbeldi tengt eiturlyfjaklíkum hefur ríkt. Yfirvöld segja að leit að fleiri líkum standi yfir.

Á síðasta ári fundust þrjár fjöldagrafir í Mexíkó, hver og einn full af líkum sem þangað var varpað af eiturlyfjaklíkum. Yfir 31.000 Mexíkóar hafa fallið í ofbeldi tengdum eiturlyfjasmygli frá árinu 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert