Sjóræningjar fluttu Dani í stærra skip

Danirnir sjö, sem eru í haldi sómalískra sjóræningja, hafa nú verið fluttir í stærra skip, þar sem fleiri gíslar eru í haldi.

Danirnir voru teknir til fanga af sjóræningjunum í Adenflóa í síðustu viku og voru þá á seglbát, sem þeir höfðu siglt á umhverfis jörðina.

Þetta kemur fram á  vefsíðu danska dagblaðsins Politiken.

Þar segir talsmaður samtaka sem berjast gegn sjóræningjum segir að líklega hafi Danirnir verið fluttir af ótta við að hervaldi yrði beitt til að frelsa þá.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert