Gaddafi, forseti Líbíu, segir að þúsundir muni deyja, hafi NATO afskipti af ástandinu í landinu.
Gaddafi sagði á samkomu fylgismanna sinna í höfuðborginni Trípólí í dag að barist yrði „til síðasta karls og síðustu konu með Guðs hjálp“, en uppreisnarmenn hrundu árás stuðningsmanna forsetans í austurhluta landsins í dag.
Tvö bandarísk fullmönnuð og vopnuð herskip sigla nú í gegnum Súes skurðinn í átt að Miðjarðarhafinu.
Amr Mussa, leiðtogi Arababandalagsins, sagði á fundi utanríkisráðherra í Kaíró í morgun að ástandið í Líbíu væri „skelfilegt“.