Búrkubann í gildi 11. apríl

Kona klædd í niqab.
Kona klædd í niqab.

Frá og með 11. apríl næst­kom­andi verður ólög­legt að klæðast búrk­um og niqab í Frakklandi. Bannað verður að hylja and­lit sitt á al­manna færi og ein­göngu verður leyfi­legt að klæðast höfuðslæðunum inni á heim­il­inu, við trú­ar­leg­ar at­hafn­ir í bæna­hús­um og í einka­bif­reiðum. Kon­ur sem brjóta bannið verða sektaðar um 150 evr­ur en komi í ljós að þær hafi verið neydd­ar til þess af þriðja aðila, til dæm­is eig­in­manni, má sekta hann um 30 þúsund evr­ur og dæma í árs fang­elsi.

Lög­in hafa verið afar um­deild og for­set­inn Nicolas Sar­kozy, sem styður bannið, sakaður um að stíga í væng­inn við stjórn­mála­öfl­in yst til hægri. Hef­ur hann hvatt til umræðu um Íslam í Frakklandi og látið hafa eft­ir sér að hon­um hugn­ist hvorki að taka til­lit til trú­ar­skoðana í mötu­neyt­um skóla né að leyfa bæn­ir ut­an­húss.

For­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, Franço­is Fillon, hef­ur ekki viljað taka eins djúpt í ár­ina. Hann seg­ir lög­in snú­ast um al­manna­ör­yggi og kvenn­rétt­indi en ekki trú­ar­skoðanir.

Gera má ráð fyr­ir að lög­mæti lag­anna verði bor­in und­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert