Fyrsta heimsóknin til Írlands í 100 ár

Elísabet II Englandsdrottning.
Elísabet II Englandsdrottning. Reuters

Elísabet II Bretlandsdrottning hyggur á heimsókn til Írlands á þessu ári og er þetta í fyrsta sinn í 100 sem þjóðhöfðingi Bretlands heimsækir landið. Á vef BBC kemur fram að drottningin hafi þegið heimboð forseta Írlands, Mary McAleese.

Georg konungur V var síðasti konungurinn sem sótti Írland heim, árið 1911. Írland var þá enn hluti af Stóra-Bretlandi. Flokksformaður Sinn Fein, stærsta stjórnarflokksins eftir þingkosningar síðustu viku, segir að heimsóknin sé tákn um breytta tíma en jafnframt „ótímabær".  Sagt er að velgengni við friðarferlið í Norður-Írlandi hafi gert heimsóknina mögulega.

Fréttaritari BBC á Írlandi, Mark Simpson, segi að heimsókn drottningar muni marka tímamót í samskiptum Bretlands og Írlands. Sjálfsstæðisstríðið og aðkoma breska hersins að átökunum í Norður-Írlandi grófu mjög undan sambandi ríkjanna mestalla 20. öldinni.

Dagsetningar heimsóknarinnar hafa ekki verið staðfestar en búist er við að hún verði snemma í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert