Annan daginn í röð hafa harðir bardagar geisað í Líbíu. Uppreisnarmenn segjast hafa Zawiyah í vesturhluta landsins á sínu valdi. Að sögn læknis hafa 30 látið lífið í átökunum í dag, meirihlutinn saklausir borgarar. 60 hafa því látið lífið undanfarna tvo daga.
Uppreisnarmennirnir neita að gefast upp og búa sig undir frekari átök. Markmið þeirra er að koma Múammar Gaddafi Líbíuleiðtoga frá völdum, en hann hefur setið á valdastóli í rúm 40 ár.
Gaddafi er staddur í höfuðborginni Trípolí og stefna uppreisnarmennirnir þangað.