Ráðherra segir af sér vegna fjárframlaga í kosningasjóð

Seiji Maehara, utanríkisráðherra Japans sagði af sér embætti í dag.
Seiji Maehara, utanríkisráðherra Japans sagði af sér embætti í dag. Reuters

Utanríkisráðherra Japans, Seiji Maehara, sagði af sér embætti í dag í kjölfar gagnrýni fyrir að þiggja framlög í kosningasjóð frá erlendum aðila. Samkvæmt frétt BBC viðurkenndi Maehara á föstudag að hafa tekið við rúmum 600 bandaríkjadölum í kosningasjóð sinn frá suður-kóreskum ríkisborgara sem býr í Japan.

Þó upphæðin þyki ekki há, þá er samkvæmt japönskum lögum stjórnmálamönnum bannað að taka við fjárframlögum frá erlendum ríkisborgurum. Er tilgangurinn með banninu að koma í veg fyrir að erlendir aðilar geti haft áhrif á innlend stjórnmál.

Maehara hafði verið spáð auknum framgangi í stjórnmálum og var almennt talið að hann tæki við af Naoto Kan forsætisráðherra. Er afsögn Maehara sögð áfall fyrir Kan sem hefur bæði barist fyrir því að koma fjárlögum í gegnum þingið en ekki síður fyrir stöðu sinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka