Sterkur skjálfti í Síle

Jarðskjálfti að stærð 6,2 stig varð í norðurhluta Síle í dag. Jarðskjálftinn olli ótta fólks en engar fréttir höfðu borist af mann- eða eignatjóni. 

Upptök skjálftans voru á 87 km dýpi og 93 km austur af borginni Tacna í Perú. Hann varð kl. 12.32 að íslenskum tíma, 9.32 að síleönskum tíma. Íbúar í borginni Arica flúðu úr húsum sínum af ótta við eftirskjálfta.

Stutt er síðan Sílebúar minntust jarðskjálftans stóra sem varð 28. febrúar í fyrra. Um 500 manns fórust af hans völdum og olli skjálftinn sá gríðarmiklu eignatjóni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert