Flugvélum og skriðdrekum beitt

Hersveitir Líbíustjórnar hafa beitt orrustuflugvélum og skriðdrekum gegn uppreisnarmönnum í borginni Zawiyah í vesturhluta Líbíu en uppreisnarmenn hafa haft borgina á valdi sínu.

Sky sjónvarpsstöðin hefur eftir sjónarvotti, að borgin líkist draugabæ vegna ofbeldisins og blóðsúthellinganna. „Hér ríkir alger ringulreið. Byggingar haf hrunið, moskur hafa brunnið til grunna, blóð flæðir eftir götunum. Enginn maður ætti að þurfa að upplifa þetta... hvernig getur fólk gert þetta við annað fólk." 

Þá sagði sjónarvotturinn að um það bil 50 skriðdrekum hafi verið beitt og kúlnahríðinni hafi rignt yfir borgina. Árásin hafi byrjað klukkan 10 í morgun og haldi stöðugt áfram. Þá sveimi flugvélar yfir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert