Gaddafi veit hvar flugvöllurinn er

Uppreisnarmenn orna sér við eld á strönd Miðjarðarhafsins.
Uppreisnarmenn orna sér við eld á strönd Miðjarðarhafsins. Reuters

Talsmaður uppreisnarmanna í Líbíu segir, að útsendari Múammars Gaddafis, einræðisherra landsins, hafi boðið viðræður við leiðtoga uppreisnarmanna en því tilboði var hafnað.

Uppreisnarmenn segjast hins vegar ekki ætla að sækja refsimál á hendur Gaddafi er hann kemur sér úr landi. 

„Við ætlum ekki að semja við Gaddafi. Hann veit hvar flugvöllurinn er í Tripoli og það eina sem hann þarf að gera er að hypja sig og stöðva blóðbaðið," sagði  Mustafa Gheriani, sem sér um samskipti við fjölmiðla í höfuðstöðvum uppreisnarmanna í Benghazi.

Annar uppreisnarmaður sagði við AFP fréttastofuna, að fulltrúi Gaddafis hefði haft samband við svokallað þjóðarráð uppreisnarmanna í gær. Hins vegar yrðu engar viðræður við stjórnvöld fyrr en Gaddafi færi úr landi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert