Geimferjan Discovery lauk í dag þrettán daga reisu sinni er hún lenti í Kennedy geimferðamiðstöðinni í Flórída. Þetta var síðasta ferð ferjunnar.
Discovery er víðförlasta geimferja NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, en hún hefur farið 39 ferðir.
Hlutverki Discovery er þó ekki lokið, því ferjan mun verða til sýnis í Smithsonian safninu.