Sænskur menntaskólanemi hefur verið ákærður fyrir að hafa heilsað með Hitlerskveðju í skóla sínum.
Nemandinn heilsaði með þessum hætti þegar fram fór fundur í skólanum um einelti og virðingu gagnvart samborgurum sínum. Á fundinum voru nemendur, kennarar og opinberir starfsmenn.
Þetta kemur fram á vefsíðu sænska dagblaðsins Dagens Nyheter.
Hitlerskveðja er ekki ólögleg í Svíþjóð. Aftur á móti er slíkt athæfi litið alvarlegum augum og talið auka á hatri gegn einstaka þjóðfélagshópum.