Moammar Gaddafi, forseti Líbíu, lumar á miklum auðæfum, jafnvirði tuga milljóna Bandaríkjadollara, sem hann notar til að fjármagna baráttuna gegn mótmælendum.
Féð geymir hann í Líbíu og því hefur frysting á fjármunum hans víða erlendis lítil áhrif á fjárhag hans.
Féð er í Bandaríkjadollurum, líbískum dínörum og fleiri gjaldmiðlum og er geymt í seðlabanka Líbíu og í öðrum fjármálastofnunum í nágrenni höfuðborgarinnar Trípólí.
Heimildir herma að Gaddafi greiði málaliðum, sem hafa safnast til Líbíu víða að úr Afríku, jafnvirði 1000 Bandaríkjadollara á dag.
Á milli 3000 - 4000 málaliðar munu nú starfa fyrir Gaddafi og flestir koma þeir frá Malí, Níger og Súdan.