Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði við upphaf ráðstefnu um einelti að honum hefði verið strítt í skóla vegna þess að hann verið með stór eyru og vegna þess að hann hefði heitið óvenjulegu nafni.
„Einelti er ekki vandamál sem slegið er upp í blöðunum á hverjum degi en einelti snerti fólk á hverjum degi um allt land,“ sagði Obama þegar hann ávarpaði ráðstefnuna.
„Ef þessi ráðstefna á að setja sér eitthvert markmið er það að herkja þá goðsögn að einelti sé saklaust eða eðlilegur hluti af því að verða fullorðinn.“
Obama hefur í ævisögu sinni fjallað um barnæsku sína en hann ólst upp á Hawaii og Indónesíu. „Við sem eru orðin fullorðin munum hvernig það var að vera tekin fyrir á skólagöngunum eða á leikvellinum. Ég með mín stóru eyru og það nafn sem ég ber bý að slíkri reynslu. Ég slapp ekki ósár frá þessu,“ sagði Obama.
Michelle Obama ávarpaði einnig ráðstefnuna og talaði m.a. um einelti á netinu. Hún benti á að margar fjölskyldur sætu eftir í sorg eftir sjálfsvíg ungmenna sem hefðu mátt þola einelti.