Yfir 300 hús annað hvort hrundu eða skoluðust út á haf með flóðbylgju sem gekk yfir borgina Ofunate á norðausturströnd Japans í morgun. Fólk í nágrenni Fukushima kjarnorkuversins hefur verið hvatt til að forða sér.
Staðfest er að 60 manns að minnsta kosti hafa látið lífið af völdum skjálftans og flóðbylgjunnar og 56 er saknað. Búist er við að þessar tölur eigi eftir að hækka mikið.
Japönsk stjórnvöld hvöttu í dag um 2000 manns, sem búa nálægt kjarnorkuveri í Fukushima, að yfirgefa svæðið.