Annar skjálfti í Japan

Fólk í Japan hefur hamstrað vörur og eru hillur víða …
Fólk í Japan hefur hamstrað vörur og eru hillur víða orðnar tómar. Ljósmynd/Bolli Thoroddsen

Annar sterkur jarðskjálfti var í Niigata á norðvestanverðri Honshu eyju í Japan fyrir skömmu. Samkvæmt fyrstu fréttum var skjálftinn 6,6 stig og sveifluðust háhýsi í Tokyo til af völdum skjálftans.

Niigata hérað er mjög fjöllótt. Skjálftinn varð um klukkan fjögur að morgni í Japan eða kl. 19.00 að íslenskum tíma. Ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun í kjölfar skjálftans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert