Flóðbylgjan nær Bandaríkjunum

Öldur frá flóðbylgjunni, sem myndaðist við jarðskjálftann í Japan í morgun, skullu á vesturströnd Bandaríkjanna nú síðdegis, um 12 stundum eftir að skjálftinn varð.

„Flóðbylgjan er komin og sjóðinn ólgar eins og flóð og fjara skiptist á með hálftíma millibili í stað hinna venjulegu sex stunda," sagði Mike Murphy, yfirmaður almannavarna í Port Orford í Oregon.

Búist er við að stærri öldur lendi á ströndinni á næstu klukkustundum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert