Gjafmildir Kaupþingskúnnar

Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz hafa verið mikið í fréttum …
Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz hafa verið mikið í fréttum vegna rannsóknar bresku efnahagsbrotadeildarinnar.

Stór­ir viðskipta­vin­ir Kaupþings í Bretlandi og á Íslandi gáfu meira en 900.000 pund (169 millj­ón­ir ÍKR) í sjóði breska Íhalds­flokks­ins á und­an­förn­um árum, að því er blaðið Guar­di­an hef­ur grafið upp. 

The Guar­di­an seg­ir að þeir sem gáfu meira en 50.000 pund (9,4 millj­ón­ir ÍKR) á einu ári hafi kom­ist í svo­nefnd­an „Leiðtoga­klúbb“ (Lea­der's Club). Þeir fengu aðgang að há­deg­is­verðum og öðrum veisl­um með leiðtoga Íhalds­flokkks­ins.

Í frétt­inni seg­ir að talsmaðurÍhalds­flokks­ins hafi viður­kennt að ef til  sé ástæða til að end­ur­skoða sum fram­lög­in.

The Guar­di­an tel­ur upp nöfn átta hinna gjaf­mildu viðskipta­vina ís­lensku bank­anna. Þar er ætt­ar­nafnið Tschenguiz mest áber­andi. Vi­vi­an Imerm­an, sem er að skila við Lisa Tchenguiz,  yngri syst­ur þeirra Vincents og Roberts Tschenguiz, gaf tvisvar í sjóði flokks­ins, í mars 2009 og júlí 2010, sam­tals 175.000 pund (tæp­ar 33 millj­ón­ir ÍKR).

Lisa Tchenguiz gaf 100.000 pund (18,7 millj­ón­ir ÍKR) í júní 2008. Bróðir henn­ar, Vincent Tchenguiz, gaf fimm sinn­um, frá mars 2006-des­em­ber 2010, sam­tals tæp­lega 124.000 pund.  Robert Tchenguiz gaf fimm sinn­um á tíma­bil­inu des­em­ber 2004-sept­em­ber 2006 sam­tals tæp 71.000 pund (13,3 millj­ón­ir ÍKR).

Aðrir sem nefnd­ir eru eru þau Nick og Christian Can­dy, sem áttu C&C, og Tony og Barbara Yerolemou sem áttu Kat­sour­is Fresh Foods og Bakka­vör keypti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert