Stórir viðskiptavinir Kaupþings í Bretlandi og á Íslandi gáfu meira en 900.000 pund (169 milljónir ÍKR) í sjóði breska Íhaldsflokksins á undanförnum árum, að því er blaðið Guardian hefur grafið upp.
The Guardian segir að þeir sem gáfu meira en 50.000 pund (9,4 milljónir ÍKR) á einu ári hafi komist í svonefndan „Leiðtogaklúbb“ (Leader's Club). Þeir fengu aðgang að hádegisverðum og öðrum veislum með leiðtoga Íhaldsflokkksins.
Í fréttinni segir að talsmaðurÍhaldsflokksins hafi viðurkennt að ef til sé ástæða til að endurskoða sum framlögin.
The Guardian telur upp nöfn átta hinna gjafmildu viðskiptavina íslensku bankanna. Þar er ættarnafnið Tschenguiz mest áberandi. Vivian Imerman, sem er að skila við Lisa Tchenguiz, yngri systur þeirra Vincents og Roberts Tschenguiz, gaf tvisvar í sjóði flokksins, í mars 2009 og júlí 2010, samtals 175.000 pund (tæpar 33 milljónir ÍKR).
Lisa Tchenguiz gaf 100.000 pund (18,7 milljónir ÍKR) í júní 2008. Bróðir hennar, Vincent Tchenguiz, gaf fimm sinnum, frá mars 2006-desember 2010, samtals tæplega 124.000 pund. Robert Tchenguiz gaf fimm sinnum á tímabilinu desember 2004-september 2006 samtals tæp 71.000 pund (13,3 milljónir ÍKR).
Aðrir sem nefndir eru eru þau Nick og Christian Candy, sem áttu C&C, og Tony og Barbara Yerolemou sem áttu Katsouris Fresh Foods og Bakkavör keypti.