Skjálftinn stærri en talið var

Tókýó.
Tókýó.

Jarðskjálftinn sem reið yfir nærri Tókýó í nótt er nú talinn hafa verið 8,8 stig. Fjöldi fólks er talinn slasaður í Miyagi eftir að fjögurra metra há flóðbylgja reið yfir Kyrrahagsströndina. Í Tókýó eru einnig margir taldir slasaðir eftir að þak féll saman við útskriftarathöfn í borginni.

Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun í Japan, Rússlandi og Maríönueyjum eftir að jarðskjálfti sem upphaflega var talinn hafa verið 7,9 en er nú talinn hafa verið 8,8 stig reið yfir undan ströndum Japans. Þá var gefin út viðvörun til íbúa á austurströnd Filippseyja. Í Tókýó sveigðust byggingar til og fólk flúði óttaslegið út á götur.

Veðurstofa landsins lýsti yfir hæsta viðbúnaðarstigi á allri strandlínu Japans vegna flóðbylgju sem gæti náð sex metra hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert