215.000 hafa flúið heimili sín

Íbúðarhús í Sendai í norðaustur Japan eru í rústum eða …
Íbúðarhús í Sendai í norðaustur Japan eru í rústum eða stórskemmd eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna. JO YONG-HAK

Japanska lögreglan segir að 215.000 manns hafi flúið heimili sín í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í gær. Staðfest er að 433 hafi látist og 784 er saknað, að því er lögreglan sagði Kyodo fréttastofunni og BBC greinir frá.

Jarðskjálftinn í Japan í gær var um þúsundfalt sterkari en jarðskjálftinn sem olli miklum skemmdum í borginni Christchurch í Nýja Sjálandi í síðasta mánuði, að sögn vísindamanna. 

Japanski herinn hefur sent þúsundir hermanna  til björgunarstarfa og lagt til 300 flugvélag og 40 skip. Naoto Kan forsætisráðherra flaug yfir svæðin sem verst urðu úti í morgun. Hann flaug m.a. yfir Fukushima kjarnorkuverið sem skemmdist í jarðskjálftanum. 

Naoto Kan (í miðið), forsætisráðherra Japans, ræddi við fréttamenn áður …
Naoto Kan (í miðið), forsætisráðherra Japans, ræddi við fréttamenn áður en hann flaug yfir hamfarasvæðin. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert