Fagna ákvörðun Arababandalagsins

Amr Moussa, aðalritari Arababandalagsins.
Amr Moussa, aðalritari Arababandalagsins. Reuters

Bandaríkjamenn og Bretar fagna þeirri ákvörðun Arababandalagsins að styðja loftferðabann yfir Líbíu.

Að mati Bandaríkjamanna gefur stuðningur Arababandalagsns til kynna víðtæka alþjóðlega andstöðu við það ofbeldi sem stuðningsmenn Gaddafis Líbíuforseta hafa sýnt mótmælendum í Líbíu.

Arababandalagið tilkynnti stuðning sinn í dag og sagði að stjórn Gaddafis hefði tapað umboði sínu. Bandalagið lýsti ennfremur yfir viðurkenningu á þjóðarbandalagi mótmælenda og sagðist munu eiga samskipti við mótmælendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert